::The Yellow Book::

An illustrated regular

About Me
name: Katrin
age: 21
location: Reykjavík, Iceland
nationality: Icelandic
msn: trinagunnars (at) hotmail (dot) com
reading: Mansfield Park, by Jane Austen. Old Arcadia, by Sir Philip Sidney.
listening to: My iPod
watching: Buffy DVDs, How I Met Your Mother and Gossssssip Girl
likes: sleep, Pepsi Max, YAs by Meg CabotTV and my late cat, Joakim
dislikes: Techno, mathfish  

   Blogs

             + Aldís María        
 
+ Edda
  
+ Meg Cabot
  
+ Sigrun Ugla
  
+ Mummy dearest
  
+ Júlía Ara
  
+ Dísa
  
+ Hrafnkell
  
+ Þorsteinn
  
+ Hafdís
  
+ Frog Prince
  
+ Birna Kristín
  
+ Kolbrun
  
+ Erla
  
+ Gulla
             
+ Anna Margrét     +Eduardo

 

      Other links

   + My blogger.com profile
  
+ Pictures/myndir 2005
  
+ Pictures/myndir 2005-2007 (Scotland)
  
+ KatSpace
  
+ Poet Katrin
  
+ Gavin DeGraw
  
+ My Bible
  
+ Meg Cabot official website
  
+ See This Movie
  
+ He with whom I compare all persons of the opposite sex
  
+ Officially a fan
  
+ Ugla
  
  + My old high school
  
+ My old college
  
+ The Uni Choir
  
+ Uni Choir chat
  
+
  
+ The BOG
  
+ Reykjavík weather

 

   Credits

   Host- Blogger
  
Skin-Blogskins
   
Designer-Dawnwake

 

                   Old Stuff

November 2003
December 2003
January 2004
February 2004
March 2004
April 2004
May 2004
June 2004
July 2004
August 2004
September 2004
October 2004
November 2004
December 2004
January 2005
February 2005
March 2005
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
May 2007
June 2007
July 2007
August 2007
September 2007
October 2007
November 2007
December 2007
January 2008
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
June 2008
July 2008
August 2008
September 2008
October 2008
November 2008
December 2008
January 2009
February 2009
March 2009
April 2009
May 2009
August 2009
September 2009
October 2009
November 2009
January 2010
July 2010
October 2010
March 2011

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

Saturday, January 31, 2004

Til hamingju með afmælið Aldís!

Aldís fyrrverandi stjúpsystir mín er TVÍTUG í dag! Því miður get ég ekki knúsað hana því að hún býr á meginlandinu, þ.e. í Finnlandi. Ég sendi henni bara knús í huganum!
Þetta er hrikalega dúlló.
Matthías Már bróðir minn er svolítil kjaftamaskína. Hann blaðraði sérstaklega mikið við matarborðið áðan, og mamma komst að þeirri niðurstöðu að á meðan ég, hún og Björgvin töluðum samtals um 1/4 af matartímanum en Matti 3/4. Hann var ekki alveg ánægður með þetta og lagði til að við færum í þagnarbindindi sem við og gerðum. Ég vann, er reyndar enn að vinna, því að ég hef varla sagt stakt orð síðan klukkan korter í átta. Ég sagði reyndar óvart halló áðan þegar ég kom inn (var að skila spólum) en það heyrði sem betur fer enginn.
Seinustu daga hef ég verið að hlusta á nokkra af mínum eldri geisladiskum. Ég hlustaði reyndar bara á þrjú lög á Pottþétt 2. Mamma fékk þennan disk 1995 þegar hún var að vinna á RÚV. Þá fékk hún oft gefins geisladiska sem voru kynntir í útvarpinu, þ.á.m. Palli með Páli Óskari (hún fékk líka áritaða spólu fyrir mig!), Spillt með Todmobile og Dauður hestur með Ham, sem ég gaf bekkjarbróður mínum í afmælisgjöf þegar ég var í sjöunda bekk. Það vildi svo skemmtilega til að Ham "kom aftur" ekki löngu síðar og þessi diskur varð rosalega vinsæll. Anyways. ÞEssi lög sem ég er nú komin með æði fyrir eru The Universal með Blur, Wonderwall með Oasis og Where the Wild Roses Grow með Nick Cave og Kylie Minouge. Þetta eru hreintútsagt frábær lög. Það síðastnefnda leynir mjög á sér, byrjar eins og sykursæt ástarlagsklisja, en svo kemur bara í ljós að þetta er um morð. Kemur líka upphaflega af disknum Murder Ballads með Nick Cave. Mjög kúl lag. Minnir mig svolítið á bókina Ilmurinn: saga af morðingja sem ég las fyrir nokkrum árum. Ég mæli eindregið með henni. Ég ætti að lesa hana aftur. Anyways. Þegar ég var í áttunda bekk keyptum við Helga okkur báðar J.Lo. með Lennifer Lopez bara af því að okkur fannst I´m Real (Murder Remix) vera svo skemmtilegt. Var að hlusta á þennann disk áðan. I´m Real er enn jafn skemmtilegt, ég setti það bara á repeat!
Anyways. Ég ætti að slíta, það er enn mánuður í að við fáum ADSL.
Adios!
QotD: "Who´s that little old man?" -úr Hard Day´s Night
|

-: Trina illustrated her blog at 23:00:-

Thursday, January 29, 2004

Hallelúja!

Jæja, sjónvarpið er aftur komið í lag. Það er eins og það hafi frjálsan vilja, fari bara í klikk þegar því sýnist og lagast þegar því sýnist. Svolítið eins og tölvan í skólastofunni minni. Það er kannski kveikt á henni og svo fer hún bara allt í einu að ulla á okkur! Þ.e. bakkinn sem maður setur geisladisk í opnast og lokast eins og brjálæðingur þó að enginn sé nálægt!
Anyways.
Þetta ShoutOutkerfi er í algjöru rugli og er bara horfið. Ekki það að það skipti nokkru máli; ef það er e-r sem les þetta á annað borð þá nennir enginn að kommenta. Bömmer. En ég ætlaði semsagt að reyna að setja inn e-ð annað kommentakerfi, en sama sagan með það! Birtist einfaldlega ekki!!!!! Djöfuls.
Jæja, móðir mín ætlar að hringja í systur sína svo að ég verð að slíta. Bæjó!
QotD: "Have you gone bonkers?" -Luke, úr The Gilmore Girls
|

-: Trina illustrated her blog at 22:34:-

Wednesday, January 28, 2004

The Aerial Conspiracy

Televisjónið er enn að bögga mig. Og aðra fjölskyldumeðlimi, að sjálsögðu, en sjónvarpið er mér kært og ég horfi meira á það en mamma, Matti og Björgvin (sem býr reyndar ekki hér, but whatever) samanlagt. Þannig að þið getið bara ímyndað ykkur hvað ég varð súr þegar Björgvin reyndi að gera við spennubreytinn í miðri Bráðavaktinni! Jú, rétt er það. Allt fór í snjókomu og ég "neyddist" til að horfa á Drakúlaþáttinn af Buffy, aftur. Ekki það að það sé ekki skemmtilegur þáttur, hef horft á hann milljónogeinusinni, sko. En ég hafði náttúrulega aldrei séð þennann þátt af ER, og hann er ekki endursýndur :´(. En svo tengdi Björgvin spennubreytinn aftur því að það var ekkert að ganga að gera við hann, svo að ég náði rétt endinum. Myndin var reyndar að skemmta sér í parísarhjóli, en það er samt betra en ekkert. Það er eins og loftnetið "sensi" að allir uppáhaldsþættirnir mínir eru á þessum tíma, og fer alltaf í flippflopp kl. ca. 6-1/2 7, og er á fleygiferð til klukkan svona 11. Annars er það í fínu lagi.
En að heyra í mér! Hér er ég blaðrandi um sjónvarpið mitt, þegar ég hef annað ok mikilvægara að hugsa um!
Ég fór sko til læknisins í dag. Hann vildi annaðhvort setja mig á annað lyf til að taka með lamictalinu, neurontin, eða skipta yfir í e-ð annað sem er miklu sterkara og meiri aukaverkanir, svo sem að blóðið gæti súrnað sem eykur hættu á nýrnasteinum, ég gæti fengið ofnæmi, hausverki, þreytt (ég er það nú oftast hvort eð er) og fundið til ógleði o.s.frv. Giskið bara á hvað ég valdi! Neurontinið, að sjálfsögðu. Það eru ekki eins miklar aukaverkanir með því, en svo var ég mér til "gamans" að skoða leiðbeiningabæklinginn með neurontininu, og þar voru ýmsar smávægilegar aukaverkanir sem gætu komið fram: Syfja, svefnleysi (eh, smá mótsögn í þessu?), svimi, höfuðverkur, þyngdaraukning, ósamhæfðar vöðvahreyfingar (afsökun fyrir slæma frammistöðu í leikfimi!), augntin, skjálfti, minnistruflanir (próf í næstu viku! sjitt!), taltruflanir, náladofi, meltingartruflanir ásamt lystarleysi, ógleði og/eða uppköst, taugaóstyrkur, tvísýni og sjónskerðing (er þegar með -5,5 á báðu augum, svo þetta ætti ekki að vera vandamál!). Whatever. Allt er betra en súrt blóð og nýrnasteinar??? En ég hef hvort eð er ekki fundið fyrir neinum aukaverkunum af lamictalinu, þannig að ég tel ekki að ég eigi eftir að fá taltruflanir eða e-ð af ofantöldu.
Anyways.
Í íþróttum í dag var helmingur okkar inni í þrælakistu og helmingur úti að hlaupa. Það var fyrir tilviljun að ég var sú fyrsta sem kom inn í þrælakistuna, og geeeetiði hvað Lára sagði? Hún spurði hvort ég hefði ekki verið á 100% hitt á laugardaginn! Þannig að hún sá mig. Ég sagði náttúrulega já, hún sðurði hvernig mér hafði fundist, og ég sagði "Bara fínt. Mjög fyndið".
Eftir ca. 3 vikur á ég að flytja erindi í sögu. Við fengum blað með því sem við máttum velja um, og það var hellingur þarna sem ég hef'i viljað rannsakað, en svo valdi ég Pompeii. Ég hefði líka verið til í að fjalla um Kleópötru, Húnana og Atla, dauða Cæsars eða jafnvel e-n af öllum þessum geðbiluðu keisurum, mamma sagði mér reyndar í dag að Cládíus var með Tourette-syndrome. Það hefði verið gaman að koma því að. En ég er líka mjög spennt fyrir Pompeii og hlakka barasta til að vinna í þessu.
Anyways.
Must go now.
QotD: "You´re under the thrall of the Dark Prince!" (Hah! Víst er þetta til!) -Riley, úr BtVS

|

-: Trina illustrated her blog at 22:14:-

Monday, January 26, 2004

Skvaldur, skvaldur á hlustum dynur....

Það er eitt ógeðslega leiðinlegt og fáránlegt lag sem við erum að æfa í kór. Það heitir Ökuferð, eftir e-n Þorkel. Ég er frekar viss um að engum í kórnum finnst það skemmtilegt. En við erum hins vegar líka að æfa mjög svo skemmtileg sígaunalög frá Albaníu, Júgóslavíu, Grikklandi og Búlgaríu (minnir mig). Svo sagði Marteinn (kórstjórinn) að við myndum líka æfa lög úr söngleik, en hann vill ekki segja okkur hvaða, því að hann er ekki enn búinn að fá nóturnar. Við erum líka að æfa e-ð ættjarðarlag og þjóðsönginn fyrir kóramótið á Selfossi 13 mars. Jújú, þau eru falleg og allt það, en mér finnst þau vera svo væmin og það pirrar mig líka svolítið að inn í öll svona lög er troðið e-u í sambandi við að Íslendingar elska guð og hann Ísland og Hann er guð Íslands og blablabla. Ok, ég veit að meirihluti Íslendinga er kristinnar trúar, en þarf að menga öll ættjarðarlög með því? Það er fullt af fólki sem trúir ekki á guð og kallar sig Íslendinga, sem það er náttúrulega ef það er fætt hér o.s.frv., en ætti þetta fólk ekki að geta sungið óð til síns heittelskaða lands án þess að vera minnt á e-ð sem það trúir ekki á???
QotD: "Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr." -Matthías Jochumson
|

-: Trina illustrated her blog at 21:35:-

Sunday, January 25, 2004

Jakk!

Fór semsagt á 100% "Hitt" með mömmu og Björgvin í gær. Þetta var svosum fyndið, en það var nú sumt sem ég var ekki alveg að fatta...
Anyways.
Það var fólk úr öllum aldurshópum þarna, alveg upp í sextugt (ughh). Ég held að ég hafi verið yngst þarna. Mér fannst það mjööög ógeðfellt þegar Helga Braga bað alla um að slaka á, ímynda sér að þeir væru að skoða gömul fjölskyldualbúm og svo.... ímynda sér sinn eigin GETNAÐ! EEEEW!!!!! En mér fannst það frekar óþægilegt að sjá Láru íþróttakennara þarna! Hún sat á ská fyrir framan mig eftir hlé. Sem betur fer sá hún mig ekki.
Anyways.
Ég kláraði Goggle-eyes, eftir Anne Fine, í dag. Sosum ágæt bók, en Book of the Banshee, eftir sama höfund, var betri. Goggle-eyes var svo stutt, bara 155 bls. Jæja, það er a.m.k. aðeins minni heimalærdómur næstu vikur. Ég skil ekki hvernig það er hægt að ætlast til þess að maður lesi 20-30 bls á viku. Ég gæti það ekki, maður á bara að drífa sig í að lesa bókina í einni bunu, þ.e., þannig að manni finnist maður ekki þurfa að lesa hana, fyrir skólann. Maður hefur enga ánægju af því að lesa fyrir skólann. Það eypilagði t.d. alveg fyrir mér The Hobbit, svo ekki sé minnst á allar Íslendingasögurnar sem við lásum í gaggó. Það er bara einfaldlega leiðinlegt að lesa fyrir skólann.
Anyways. Nú hefur miniminimini Hoover Dam verið byggð í hausnum á mér og veit ekki hvað meir ég skal skrifa. Gúddbæ!
QotD: "I think he´s lost his edge." -Willow, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 22:29:-

Saturday, January 24, 2004

Af hverju er ekki skilagjald fyrir mjólkurfernur og dagblöð?

Áðan fórum við mamma út í Sorpu með sönnunargögnin fyrir óhóflegri gosdrykkjaneyslu heimilishaldsins í Hruna. Við „rændum“líka bjórdollunum hans Gests „granna“ (það er orðleikur í þessu; hann býr í kjallaranum og er mjööög grannur), í toll fyrir ónæðið sem hans reglulegu partíhöld valda okkur fyrir ofan. Við fengum alls 1782 kr fyrir 198 flöskur. Þar af átti Gestur e-ð í kringum 70 dollur og nokkrar glerflöskur líka.
Við fórum líka með blöð og mjólkurfernur í leiðinni og veltum því fyrir okkur hvers vegna það er ekki skilagjald fyrir þær/þau. Þá værum við sko rík!
Í kvöld förum við mamma og Björgvin grjónsfaðir hennar (það er nú reyndar ekkert grjón lengur, but whatever) á 100% „Hitt“ með Helgu Brögu. Ég bað um að fá sæti langt frá þeim þannig að ég þyrfti ekki að hlust á þau hlæja að svona bröndurum, en það gekk víst ekki alveg upp. Ég hlakka nú samt svolítið til.
Á fimmtudagskvöldið var söngvakeppni MR. Það var strákur sem söng Take On Me, með Aha, sem vann. Það var voða flott sjóv hjá honum, með tvo dansara (stráka, þ.e.) og bakraddir og hvaðeina. Það var eitt atriði sem mér fannst mjög svo skondið, þó að mér fyndist það ekki eiga að vinna. Það voru semsagt tvær stelpur sem höfðu lauslega þýtt lagið The Roof is on Fire, með Bloodhound Gang, yfir á íslensku. Á ensku hljómar viðlagið e-ð á þessa leið:

.::The roof, the roof, the roof is on fire,::.
The roof, the roof, the roof is on fire,
We don´t need no water,
Let the motherf**ker burn
Burn, motherf**ker, burn.

Stúlkurnar tvær höfðu snarað þessu yfir á íslensku svona:

„.::Á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna,::.
á RÚV, á RÚV, á RÚV mun allt brenna,
Gísli Marteinn lokast inni,
það er allt í lagi,
burn motherf**ker, burn.“

Svo í næstu erindum var Gísla Marteini skipt út fyrir Evu Sólan og Ómar Ragnars. Það var mikið hlegið í salnum og ég hef heimildir um að Rósa Ingólfs, sem var ein af dómurunum hafi einnig hlegið og sagt að þetta væri flott!
Jæja, segjum þetta gott í dag.
QotD: „Burn, motherf**ker, burn!“ -Bloodhound Gang
|

-: Trina illustrated her blog at 16:53:-

Thursday, January 22, 2004

Dansidansi dúkkan mín

Það var nú ansi out-of-the-ordinary íþróttatími í dag. Og í gær líka, reyndar. Jú, okkur var skipt í fjóra hópa og áttum að semja dans úr "styrktaræfingum". Mér finnst þetta orð, "styrktaræfingar" alltaf jafn undarlegt. Mér finnst "ef þú vilt fá ógeðslegar harðsperrur-æfingar" passa miklu betur.
Anyways.
Við sömdum og æfðum þennann "dans" í tímanum í gær (við ömurlegt lag, by the way) og sýndum afgangnum af bekknum í dag. Hópnum sem ég var í tókst alveg ágætlega upp, held ég, og þrátt fyrir mína ó-danshæfileika held ég að ég hafi bara ruglast einu sinni eða tvisvar. Svo veit ég reyndar líka að ég var óvart með fótinn boginn þegar hann átti að vera beinn en ég held að það hafi ekki sést þar sem kennarinn og áhorfendurnir voru hinum megin í salnum (jafnvel þó að þetta sé minnsti íþróttasalurinn í landinu).
QotD: "You have no idea how much kicking your ass is going to improve my day:" -Giles, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 16:56:-

Wednesday, January 21, 2004

Galtevort

Móðurbróðir minn sem býr úti í Noregi var að hringja. Hann á 7 ára dóttur sem, skiljanlega, gaman af Harry Potter. Þessi frændi minn var semsagt að hringja til að biðja móður mína að kaupa HP3 fyrir sig, þar sem hann væri næstum búinn að lesa HP2 fyrir dóttur sína. Að sjálfsögðu sagðist ég munu nefna þetta við mömmu.
Þessi sami frændi minn hefur óeðlilega mikinn áhuga á Megasi, sem hann segir að sé vegna þess hvað Megas er svo rosalega íslenskur. Seinasta sumar fékk frændi minn þá flugu í hausinn að byrja að safna e-m söngvaheftum eftir Megas og þar sem ég er svo mikill "bókagrúskari" þá ákvað hann að biðja mig um að leita í öllum fornbóka´búðum borgarinnar að þessum heftum. Þegar ég "grúska" í bókum þá fer ég venjulega í PennannEymundsson eða bókabúð Máls & menningar (AKA. helvítis einokunarfyrirtækið, eins og mamma á það til að kalla þessar búðir) eða á bókasafnið. En þar sem hann er nú ættingji þá gat ég ekki neitað, og nokkrum mánuðum seinna kíkti ég í fornbókabúð sem er rétt hjá heimili mínu og spurði eftir þessum heftum. Fornbókasalinn sagði hins vegar að þessi hefti fengjust hvergi og ekki einu sinni Megas, sem maðurinn sagði að væri fastagestur þarna, ætti þessi hefti. Þar með tel ég þessu verkefni mínu lokið. Fjúff!
QotD: "It´s perfectly servicable." -Giles, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 21:32:-

Tuesday, January 20, 2004

Geeeeisp....

Æj ég er svo ógurlega þreytt núna. I have purchased a ticket.
Bara varð að skrifa þetta. Ég keypti mér semsagt miða á söngkeppni MR sem er á fimmtudaginn næstkomandi. Ég nenni ekki á ballið eftir á svo að ég keypti bara miða á keppnina. 5 klst. nag sessunauts míns um að fara líka á ballið bar semsagt ekki árangur. Það var ritað á miða til mín að ég væri þrjóskari en Satan sjálfur. I do not think this is true. I have been known to change my mind. At least a couple of times.
Hver segir svo að Satan sé þrjóskur? Það var einnig ritað á miða að þetta væri máltæki, en ég kvaðst ekki hafa vitað það. Whatever. En mig minnir endilega að ég hafi heyrt máltækið "að vera þrjóskari en Skrattinn sjálfur". Það er stundum máltæki notað á heimili mínu; að e-r sé þrjóskari en amma. Og þá er mikið sagt!
Anyways.
Ich bin sehr müde, so I shall stop writing now.
Svei mér, ég á það til (in theory) að blanda saman tungumálum. Ef ég man ekki hvernig á að skrifa e-ð á einu tungumáli þá klára ég bara setninguna á öðru tungumáli. Þetta geri ég að sjálfsögðu ekki í skólanum, that would be frown upon. See! Ég þarf að gera e-ð í þessu.
Hej hej!
QotD: "Do I have to gag you?" -Buffy
|

-: Trina illustrated her blog at 21:49:-

Saturday, January 17, 2004

ARS(E)

Tók svona áhugasviðskönnun eftir skóla á fimmtudag. Einkennisstafirninr mínir eru ARS. Það er víst mjööög óvenjulegt að vera með þessa stafi, en niðurstaðan mín var frekar afgerandi: 28 stig í A, 12 í R, 11 í S, þannig að einkennisstafur minn er eiginlega bara A. Svo man ég reyndar hvaða stafur kom næst á eftir-E. Svo að stafirnir mínir eru ARS(E) .Guess why I remember this...hahaha! Samkvæmt þessu þá væri best fyrir mig að verða rithöfundur, fréttamaður/blaðamaður, hönnuður o.s.frv. Svo að ég held að þessi könnun hafi ekki gert neitt fyrir mig. Þetta vissi ég sko fyrir....
|

-: Trina illustrated her blog at 19:02:-

MaydayMayday!

Guuð hvað það er erfitt að reyna að finna einn skrifaðan STAF um íslenskar hljómsveitir. Jújú, fullt af síðum með plötudómum og sona buy-on-line, en ég finn eeeekkert um Skytturnar eða Móra. Þegar ég segi um þá er ég að tala um að það vantar e-ð um t.d. meðlim(i), hvenær hljómsveitin var stofnuð/tónlistarmaðurinn hóf feril sinn, hvernig tónlist þeir/hann gera o.þ.h. VESEN!!!
QotD: "How can I phrase this in a way that will capture the spirit of the moment: Help!" -Sabrina, úr Sabrina the Teenage Witch
|

-: Trina illustrated her blog at 18:47:-

Wednesday, January 14, 2004

Pirates:Arrrg!

Fann sjóræningjanafnið mitt á fidius.org! Ég heiti Dirty Mary Rackham!
You're the pirate everyone else wants to throw in the ocean -- not to get rid of you, you understand; just to get rid of the smell. You have the good fortune of having a good name, since Rackham (pronounced RACKem, not rack-ham) is one of the coolest sounding surnames for a pirate. Arr!
Yup, that´s me alright...not.
|

-: Trina illustrated her blog at 22:35:-

Tuesday, January 13, 2004

Klístraðar bollur

Fiskibollurnar mínar voru dásamaðar af öllum... nema mér. Mér fannst þær ekki nógu vel steiktar og gat ekki borðað þær. Það getur verið gaman að elda, en það er annað mál að borða það sem maður eldar!
Sjónvarpið er enn í lagi og ég gat horft á The Gilmore Girls áðan! Þetta var æðislegur þáttur (as usual!) en það var pínu fúlt að vita svona í grófum dráttum hvað myndi gerast. Svona er að lesa úrdrátt úr öllum þáttunum sem ég hef ekki séð (ennþá)!
Also (I must lay off the "jæja"!). Nú verð ég að hætta að skrifa, aðallega af því að mér dettur ekkert í hug í augnablikinu!
|

-: Trina illustrated her blog at 22:59:-

Appreciating the Little Things

I have learned to appreciate the little things in life.
SJÓNVARPIÐ ER KOMIÐ AFTUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Aldrei aftur mun ég taka sjónvarpinu sem sjálfsögðum hlut. Ég var gjörsamlega terrified í gær þegar ég fattaði að The Gilmore Girls væru í sjónvarpinu í kvöld. Þannig að ég ætlaði að spyrja hvort ég gæti fengið að horfa á sjónvarpið heima hjá honum, en svo kom ég heim og ákvað að baaaara svona kíkja hvort sjónvarpið væri búið að lagast, og viti menn! Þá hljóp ég upp og það var líka í lagi þar! Þá var það fyrsta sem mér datt í hug var svona "damage control"; kíkti á sjónvarpsdagskrána til að gá hvenær Dawson´s Creek er endursýndur. Á föstudögum klukkan 15:00.
Anyways, nú þarf ég að fara að steikja fiskibollur!
QotD: "Aren´t they marvellous?"
|

-: Trina illustrated her blog at 17:57:-

Monday, January 12, 2004

Bloody aerial!

Ég missti af tveim mjööög mikilvægum sjónvarpsþáttum í kvöld (Scrubs og Dawson´s Creek) vegna morðs: helv. rokið myrti loftnetið okkar svo að sjónvarpið er no longer starfhæft. Ég mun ekki geta lifað eðlilegu lífi þar til e-r þorir að hætta lífi sínu og klifra upp á þak til að rannsaka vettvang glæpsins.
Typical.
Mamma mín kláraði Pure Dead Magic á einum degi. Ótrúlegt. Ég var svona viku með hana. Ekki það að hún sé svona þykk, ég var bara ekki að lesa í einni bunu, eins og mamma gerði. Ég þurfti að fara í skólann og svona... En bara svona in her defence, þá var nú sunnudagur og ekki mikið hægt að gera. Ég kláraði Pure Dead Wicked seinna um kvöldið og er núna komin á bls 3 eða e-ð svoleiðis í Pure Dead Brilliant.
Jæja. Must leave now, have some net-surfing to do!
QotD: "Who would have thought that an elf queen could be so devious?" -Sam, úr All-American Girl (bók)
|

-: Trina illustrated her blog at 22:03:-

Saturday, January 10, 2004

Smaaaaá ýkjur!

OK, ég játa. Ég er ekki að kálast. Ég kálaðist heldur ekki í gær. Þessi hræðilegi íþróttatími leiddi semsagt ekki til þess að ég kæmist ekki framúr í gærmorgunn. Kálfarnir eru enn þá svolítið leiðinlegir, en fyrir utan það þá er ég í fínu lagi.
Tók spólur í gær; Alex & Emma og Dude, Where´s My Car?. Sú fyrrnefnda var engin snilld, en ágætis afþreying engu að síður. Dude, Where´s My Car? var mjög sýrukennd og asnaleg, en svo sem alltílæ.
Jæja ég veit ekki hvað ég á að skrifa meir. Boj er ég leiðinleg í dag.
|

-: Trina illustrated her blog at 16:00:-

Thursday, January 08, 2004

What have I EVER done to deserve this???

Íþróttatíminn í gær var hrein pynting. Við þurftum að sippa, skokka, valhoppa, you name it, í 30 mín.! Þér finnst það kannski ekki mikið, en þegar ég vaknaði í morgun og ætlaði að stíga fram úr rúminu þá datt ég næstum því að ég var með svo miklar harðsperrur í kálfunum að ég átti erfitt með að standa í lappirnar! Ég á sérstaklega erfitt að labba upp og niður stiga og ég verð líka að passa mig að stíga í alla ilina í einu, þ.e. ekki að stíga í tærnar, því að það er hvorki meira né minna en helvíti! Og ekki nóg með það. Í íþróttum í dag var ennþá meira púl; við þurftum að skokka fram og til baka, stoppa og gera mismunandi magaæfingar, skokka aftur, stoppa og gera armbeygjur á tánum og hnjánum, skomma enn meira, stoppa og gera bakæfingar, skokka meira og gera einhverjar asnalegar og grúterfiðar æfingar sem eiga að vera góðar fyrir mjaðmirnar (???)!!!!!! Þannig að í staðinn fyrir að vera bara að kálast í kálfunum, þá á ég eftir að vera með harðsperrur í kálfunum, lærunum, handleggjunum og maganum á morgun! Talandi um að fara úr öskunni í eldinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
QotD: "The world ended on the fifth of March at exactly 11:13 PM, give or take a second or two." -úr Confessions of a Teenage Drama Queen (bók!!)
|

-: Trina illustrated her blog at 21:43:-

Tuesday, January 06, 2004

Matreiðslubók my a55!

Fiskibollurnar mínar vöktu mikla lukku. Reyndar gekk ekki svo ofboðslega vel að gera þær; ég setti of mikla mjólk svo að ég þurfti að þykkja farsið með meira hveiti og kartöflumjöli. Svo þegar ég byrjaði að steikja þá fóru bollurnar í klessu út af því að farsið var ekki enn nógu þykkt og pannan var ekki orðin nógu heit. En svo heppnaðist þetta bara vel á endanum og mamma sagðist ætla að breyta uppskriftinni, bollurnar væru betri svona með meira hveiti og kartöflumjöli.
Vúhúú!
QotD: "It´s comforting to know that I lack the culinary finess of the caveman." -Xander, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 21:19:-

Monday, January 05, 2004

Í skólanum, í skólanum er skemmtilegta að vera...

Skólinn byrjaði aftur í dag. Ég var ekki alveg búin að taka það inn fyrr en í morgun, þegar ég setti níðþunga töskuna á bakið og gat nánast heyrt axlirnar braka. En ég hefði ekki þurft að taka allar þessar bækur með; það eina sem við gerðum í dag var að skoða prófin. Nema í þýsku. Það var samt gaman, tíminn flaug bara áfram. Svo var lífsleikni, e-r kona frá VÍS kom og hélt fyrirlestur um bílslys.
Við fengum stóra styrkinn til að fara til Danmerkur! 1000000 kr! Það er svo mikið að stelpurnar sem eru í norsku fá að koma með!
Svo eru 3 nýjar stelpur að koma í bekkinn á morgun. Arngunnur, Inga og e-r stelpa sem heitir Rósa Birna. Guðný og Rakel hættu hins vegar. Guðný fór yfir í Kvennó og Rakel í FG. Leitt að þær skyldu hætta.
Ég ætlaði svo að minnast á það að þegar ég var að skoða Amazon.co.uk komst ég að því að bækurnar sem ég keypti mér eru ætlaðar aldurshópnum 9-12 ára! Ekkert 6-99, eins og fjölskylduspilin. Ég er byrjuð á fyrstu bókinni og þó ég sé 4 og 1/2 ári of gömul fyrir hana, þá er hún bara skemmtileg! Barnabækur geta komið manni skemmtilega á óvart!
QotD: "Many continentals think life is a game; the English think cricket is a game."
|

-: Trina illustrated her blog at 21:55:-

Sunday, January 04, 2004

Experimenting With Blue

Ég gleymdi að skrifa þetta í gær (nótt): Við drukkum blátt Sprite með kvöldmatnum í gær. Það var nákvæmlega eins á bragðið og venjulegt Sprite. Matti sagði að þetta væri sérstakt Áramótasprite. Mamma og Björgvin sáu það í búðinni við hliðina á Sprite Zero, sem við drekkum venjulega, en af því að það var blátt þá ákváðu þau að prófa það. Mér fannst það líta út eins og flúormunnskolið sem hjúkrunarkonan kom alltaf með í litlun glösum annanhvern fimmtudag þegar ég var í Vesturbæjarskóla. Mömmu fannst það líta út eins og uppþvottalögurinn sem maður setur í uppþvottavélina.
QotD: "Who
cares about integers, anyway?" -Mia, úr The Princess Diaries
|

-: Trina illustrated her blog at 22:00:-

Mitt líf og yndi

Ég framdi hræðilegan verknað í dag! Ég gerði svolítið sem ég var búin að lofa sjálfri mér að gera ekki.

Ég keypti þrjár bækur.

Já, fyrir þér er þetta kannski ekki merkilegt, en ég fékk 8 bækur í jólagjöf og er bara búin að lesa 3 af þeim. Alveg að verða búin með nr.4.
Ég keypti Pure Dead Magic, Pure Dead Wicked og Pure Dead Brilliant. Ég sá þessar bækur fyrir u.þ.b. viku, þegr ég var að skipta einni bók. Mér fannst þær vera áhugaverðar, en ákvað að bíða með að kaupa þær þar til ég væri búin með jólabækurnar, eða gá hvort þær væru til á bókasafninu. Í dag fór ég í bæinn til að eyða peningnum sem amma gaf mér. Ætlaði að kaupa mér föt. Á leiðinni upp á Laugaveg kíkti ég í PennannEymundsson í Austurstræti, bara kíkti... til að gá hvort bækurnar væru enn til. Og það voru þær. Svo fór ég og kíkti í fatabúðir en fann ekkert sem mig langaði í, svo að æeg labbaði til baka. Þegar ég var komin í Austurstrætið hugsaði ég með mér "Ég ætla ekki inn í bókabúðina. Ég ætla ekki að kaupa bækur. Ég ætla ekki inn í bókabúðina". En ég fann að hún togaði í mig, og ég bara komst ekki hjá því að fara inn. Ég fór beinustu leið upp á aðra hæð í ensku bækurnar, fantasíu-hilluna, og staðnæmdist fyrir framan bækurnar. Ég opnaði þessa fyrstu, las fyrstu blaðsíðurnar í henni, og tók svo hinar bækurnar og keypti þær.
Ég veit, ég veit. Ég hefði ekki átt að gera þetta.
En hvað ef e-r væri búinn að kaupa þær þegar ég kæmi næst? Það var bara til eitt eintak af hverri bók! Ég bara varð!
QotD:"The third pair of eyes blinked. Too young to speak, their owner wondered if this one could change nappies and sing the right kind of lullaby to hush a witch baby to sleep."
|

-: Trina illustrated her blog at 00:08:-

Saturday, January 03, 2004

White Dragon
You're a White Dragon! Purest And Most Powerful You
Are Highly Respected And Given Much Honor!


What Kind Of A Dragon Are You?
brought to you by Quizilla
|

-: Trina illustrated her blog at 23:48:-

You have GOT to be kidding!!!
HASH(0x86f3fec)
Ghost or spirit: You are a lost soul. Very calm and
sweet, you are often the one who asks: What if?
With a clever mind, you want to explore the
world on a different level. Without the
answers, you aren't ready to move on. You are
most likely very creative and find yourself
thinking things through on a different level.
(please rate my quiz)


**Where will you go when you die?**(now with pics)
brought to you by Quizilla
|

-: Trina illustrated her blog at 22:47:-

Oh, if dreams could come true...

You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anythind
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
|

-: Trina illustrated her blog at 22:41:-

Thursday, January 01, 2004

Jólatónleikarnir heppnuðust barasta vel! Ég sá mann sem sat úti á enda ca. Í miðjuröðinni, sem var með augun lokuð, eins og hann væri að sofna, þegar stelpurnar 3 voru að syngja. Það er reyndar skiljanlegt, þetta var mjööög flott hjá þeim. Mér varð hugsað til Matta þegar ég sá svona 10-11 ára stelpu vera að lesa Myndasögusyrpu á meðan tónleikunum stóð. Mamma sagði mér eftir á að Matti hafði haft gaman af tónleikunum! Ég var steinhissa, ég bjóst við að hann hafi verið iðandi í sætinu sínu allan tímann og spyrjandi hvenær tónleikarnir væru búnir!
Anyways.
Við fórum á brennuna á Ægissíðu. Við fórum þangað á bíl og Björgvin keyrði. Ég og mamma biðum úti á meðan hann bakkaði út úr stæðinu. Það gekk hinsvegar ekki of vel; hann spólaði bara og hreyfðist ekki fet. Þá opnaði mamma hurðina og benti honum á að taka úr handbremsu. Sandra Rún, þú ert ekki sú eina sem gerir þessi mistök! Hehe.
Brennan var fremur lítil miðað við þá sem var á Ísó í fyrra (úps, hittífyrra meina ég), þá var kveikt í bát! Þegar við vorum að fara sá ég mann í grænköflóttu skotapilsi. Það var skítkalt. Þetta minnti mig á þegar landsleikurinn við Skota var hérna í fyrra eða hittífyrra, man ekki alveg hvenær, og ég sá tvo Skota labbandi niðrí bæ skellihlæjandi og greinilega í mjög góðu skapi (þetta var sko fyrir leikinn) í hellirigningu. Þessir Skotar eru brjálaðir!
Að mínu mati var Skaupið ekki alveg nógu gott. Ég fattaði ekki bofs í helmingnum af þessu. Svona er að vera ekki einlægur aðdáandi fréttanna.
Við fórum á Landakotstúnið til að fylgjast með Reykvíkingum sprengja borgina í loft upp (so to speak). Það kom mér á óvart hvað það voru rosalega margir þar, en það er náttúrulega rosalega gott útsýni yfir borgina þarna. Vi ðtókum eftir því að fólkið í Þingholtunum var frekar skotglatt. Mér fannst það svolítið skrítið að einmitt á mínútunum í kringum miðnætti var mesti hávaðinn og himinninn logaði. Kirkjuklukkurnar og skipaflauturnar spiluðu náttúrulega mikið inn í. Þetta var mjög tilkomumikið. En ég hafði áhyggjur af kettinum mínum honum Jóakim, hann getur verið svolítið taugaveiklaður greyið, hann hlyti að vera skíthræddur! En hann var bara í afslöppun þegar við komum aftur heim, og seinna um kvöldið/nóttina þegar hann blundaði á sænginni minni, þá rétt svo leit hann upp þegar háir hvellir heyrðust.
Ég er búin með 3 af þeim 7 bókum sem ég fékk í jólagjöf. Ég skipti reyndar einni í tvær bækur, og svo fékk ég eina sem ég geri ekki ráð fyrir því að ég lesi. Þær sem ég er búin að lesa eru Ljónadrengurinn, eftir Zizou Corder, sem endaði einmitt þegar hún var að verða almennilega spennandi; Maurabúið hennar Söru, eftir Harry Gilbert, sem er svolítið sýrukennd-fjallar um stelpu sem dreymir að hún sé maur sem verði valdamikill og hálfdýrkaður í maurabúinu; og All American Girl, eftir Meg Cabot, sem var alveg frááábær! Það stendur aftan á bókinni “A laugh-out-loud story...”, og það er svo sannarlega rétt, ég lá í hláturskasti þessa 7-8 tíma sem það tók mig að lesa hana! Meg Cabot er ekkert minna en snillingur og hún er definitely uppáhalds rithöfundurinn minn!!! Ég er núna að lesa Á slóð skepnunnar, eftir Isabel Allende. Þetta er bæði óvenjuleg og áhugaverð bók.
QotD: “Everyone is scared of Mrs Krebbetts: aggravate her, and she might deny you pie for a year.”
|

-: Trina illustrated her blog at 21:22:-

.