::The Yellow Book::

An illustrated regular

About Me
name: Katrin
age: 21
location: Reykjavík, Iceland
nationality: Icelandic
msn: trinagunnars (at) hotmail (dot) com
reading: Mansfield Park, by Jane Austen. Old Arcadia, by Sir Philip Sidney.
listening to: My iPod
watching: Buffy DVDs, How I Met Your Mother and Gossssssip Girl
likes: sleep, Pepsi Max, YAs by Meg CabotTV and my late cat, Joakim
dislikes: Techno, mathfish  

   Blogs

             + Aldís María        
 
+ Edda
  
+ Meg Cabot
  
+ Sigrun Ugla
  
+ Mummy dearest
  
+ Júlía Ara
  
+ Dísa
  
+ Hrafnkell
  
+ Þorsteinn
  
+ Hafdís
  
+ Frog Prince
  
+ Birna Kristín
  
+ Kolbrun
  
+ Erla
  
+ Gulla
             
+ Anna Margrét     +Eduardo

 

      Other links

   + My blogger.com profile
  
+ Pictures/myndir 2005
  
+ Pictures/myndir 2005-2007 (Scotland)
  
+ KatSpace
  
+ Poet Katrin
  
+ Gavin DeGraw
  
+ My Bible
  
+ Meg Cabot official website
  
+ See This Movie
  
+ He with whom I compare all persons of the opposite sex
  
+ Officially a fan
  
+ Ugla
  
  + My old high school
  
+ My old college
  
+ The Uni Choir
  
+ Uni Choir chat
  
+
  
+ The BOG
  
+ Reykjavík weather

 

   Credits

   Host- Blogger
  
Skin-Blogskins
   
Designer-Dawnwake

 

                   Old Stuff

November 2003
December 2003
January 2004
February 2004
March 2004
April 2004
May 2004
June 2004
July 2004
August 2004
September 2004
October 2004
November 2004
December 2004
January 2005
February 2005
March 2005
April 2005
May 2005
June 2005
July 2005
August 2005
September 2005
October 2005
November 2005
December 2005
January 2006
February 2006
March 2006
April 2006
May 2006
June 2006
July 2006
August 2006
September 2006
October 2006
November 2006
December 2006
January 2007
February 2007
March 2007
April 2007
May 2007
June 2007
July 2007
August 2007
September 2007
October 2007
November 2007
December 2007
January 2008
February 2008
March 2008
April 2008
May 2008
June 2008
July 2008
August 2008
September 2008
October 2008
November 2008
December 2008
January 2009
February 2009
March 2009
April 2009
May 2009
August 2009
September 2009
October 2009
November 2009
January 2010
July 2010
October 2010
March 2011

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

Sunday, February 29, 2004

Sofðu lengi sofðu rótt...

Ég held að ég sé að verða veik. Allavega er ég komin með eitlabólgu. Svo var ég í dag að syngja fullum hálsi með, geri ég ráð fyrir, undarlegri og jafnvel skrækri rödd, því að ég var með sárindi í hálsinum. Vona bara að enginn hafi tekið eftir því hvað ég söng illa.
hehe. as if.
Þegar við vorum að syngja í skólanum, þá vorum við ekki í röddum, og ég kramdist þarna á milli fullt af bössum og "öltum" (?.e.t. alt), og það var bara ein önnur stelpa í þessu horni sem er líka í 2.sópran. Ég ruglaðist sko oftar en einu sinni, þó að ég kynni öll þessi lög vel og vandlega.
Er búin að vera að kíkja á svona BlogSkinn og er búin að finna fullt af flottum, en enn hefur ekkert sem uppfyllir mínar kröfur komið í leitirnar. Ætla að kíkja aðeins meir, og svo verð ég nú að fara að lúlla.
Gute Nact, Gute Nacht, með nefið skakkt.
|

-: Trina illustrated her blog at 23:28:-

Sko, þetta eru löndin sem ég hef komið til:



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Ég hef komið til Noregs, en ekki til Jan Mayen og Svalbarða, sem eru greinilega hluti af Noregi. En er þetta annars ekki fínt kort? Það er samt FULLT af öðrum löndum sem mig langar að heimsækja.
|

-: Trina illustrated her blog at 22:04:-

Vík burt, Satan, því ritað er...

Kórinn var að syngja í messu í morgun. Guðspjallið var um það þegar Djöfullinn var að reyna að freista Jesú, og mér fannst það hálf-fáránlegt, hvernig Jesú sagði alltaf "...nei, því ritað er...". Þetta rennir bara fleiri stoðum undir þann grun minn að ég sé að breytast í trúleysingja.
Svo var verðlaunaafhending fyrir eðlis-og stærðfræðikeppni grunnskólanna, og við í kórnum sáum um veitingarnar og sungum þrjú lög. Ég bakaði muffins í gær, og svo þegar þetta var allt búið, þá máttum við borða afgangana, og það var bara búið að taka svona 6-7 af muffinsunum mínum! Ég var hálfmóðguð. En, to be fair, þá voru þær svolítð harðar, því að ég lét þær vera aðeins of lengi inni í ofninum. Mamma sagði reyndar að þær væru fínar, en ég er ekki sammála. Ég sá tvo af gömlu kennurunum mínum þarna; Svein stærðfræðikennara og Signýju líffræðikennara. Svo sá ég, fyrir algjöra tilviljun, blöð þar sem á stóðu nöfn og skólar krakkanna sem voru í efstu sætunum. Ég taldi, og af ca. 20, kannski meira, er ekki viss, voru 6-7 úr Hagaskóla (gamla skólanum mínum *montmont*),og það var stelpa úr Hagaskóla sem vann.
Anyways.
Það er svo líkt mér; að fara í skóla sem er alltaf að vinna e-ð; Hagaskóli var alltaf að vinna Skrekk, fullt af skákkeppnum, íþróttakeppnum (sem ég tók nú varla eftir, en það voru verðlaunagripir í skápum á göngunum) og Nema hvað; og MR, sem vinnur alltaf Gettu betur. Bestu skólarnir. Þegar ég verð stór, þá á mér eftir að finnast gaman, þegar fólk spyr í hvaða skóla ég hafi verið, að segja: - Ég var nú í Hagaskóla og svo MR! Þá segir fólk: -Það er nú aldeilis, bestu skólarnir og hvaðeina! Þú hlýtur þá að hafa fengið fyrsta flokks menntun! Og þá segi ég: -Jújú, mikið rétt, en svo tók ég nú líka A-Levels í (nafn á skoskum skóla sem ég á eftir að fara í), og lærði (fag???) við háskólann í Edinborg! Þá segir fólk: -Núnú, þetta er aldeilis slatti af menntun sem þú hefur fengið! Ég: -Jújú, mikið rétt. Fólk: -Afhverju ertu þá ekki að nýta þér þessa menntun, í stað þess að vera að dútla þér við að skrifa bækur? Ég: -En, jú, það er einmitt málið; ég nýti mér menntunina í daglegu lífi. Fólk: -Ha, hvernig gerirðu það? Ég: -Nú bara alls konar. Ég tala tungumál sem ég lærði í skólanum, ég reikna saman útgjöld með rökhugsuninni sem ég lærði í skólanum, ég nota fingrasetninguna sem ég lærði í sjötta bekk til að skrifa á tölvu, og svo má ekki gleyma því að í skólnum losnaði ég við þágufallssýkina. En það er bara eitt við það; ég tek oftar en ekki eftir því þegar fólk fær misalvarleg tilfelli af þágufallsýki. En ég reyni að láta það ekki fara í taugarnar á mér. Það tekst stundum. Hehe. Fólk: -Ja svei. Mér dreymdi eitt sinn að fá svona góða menntun, eins og þú! Ég:- Eeehhh, þú, uh, þarna, þágufallssýkin....Æ só vott. Svona er þetta bara.
Anyways.
Á föstdaginn labbaði ég framhjá fúlskeggjuðum ungum manni sem var að tala við konu, og um leið og ég labbaði framhjá sagði hann: "Ég er með þá ranghugmynd að ég labbaði framhjá Bandaríkjaforseta..." Hann hlýtur að hafa verið hrikalega stónd, þessi. Klikk. Hann leit líka út fyrir að vera svona týpa sem verður stónd.
Anyways.
Ég er semsagt hrædd um að ég sé að verða trúleysingi. Eða ekki beint hrædd. Ég bara held það. Ástæður:
1. Mér býður við (sort of) ættjaraðarsöngvum sem fjalla um að Guð sé verndari landsins okkar og ó, hvað þjóð vor er heppin að eiga Guð að....blablabla.
2. Þegar ég verð stór (eldri, reyndar, því ég held að ég sé hætt að stækka, sem er algjör bömmer þar sem ég er bara 1,65 m) þá langar mig ekki áð gifta mig í kirkju.
3. Ég skil ekki hver sagði þessum köllum sem skrifuðu Biblíuna frá því sem gerðist (eða gerðist ekki) þegar Jesú var einn. Kom hann kannski bara heim til sín einn daginn og sagði: "Hei, Matteus! Gettu hvað! Ég hitti Satan, og gettu hvað hann sagði við mig! Hann reyndi að fá mig til að kasta mér fram af kletti og svoleiðis, en ég höndlaði þetta bara eins og almennilegur Guðssonur, og sagði Satani hvað er ritað.... Og hann fór bara í fýlu og fór!
Hann kann bara ekki að díla við Guðssyni, sko, hann getur heldur ekkert verið að véfengja það sem hann pabbi hefur látið rita!" Mér þykir þetta heldur ótrúlegt.
4. Ég hef áhuga á Wicca.
Svo er eitt, sem ég hef verið að spá: Ef Jesú var þá til yfirleitt, var hann þá með þræla? Á þessum tíma var þrælahald í fullum blóma, og hann var karlmaður, svo að hann kunni náttúrulega ekkert að elda, (nema bara að breyta vatni í vín og steinum í brauð...)eða bjó hann kannski alltaf hjá mömmu sinni? Ég man alveg eftir því. Og var mamma hans kannski ekki með þræl til að hjálpa sér við húsverkin, Jesú var ekkert einkabarnið hennar var það nokkuð, átti hún ekki fullt af börnum eins og allar konur á þessum tíma, eftir að Jesú fæddist? Og svo var Jesú líka trésmiður, eins og "fóstur"pabbi hans, Jósep, og var hann ekki með þræla til að hjálpa sér við smíðarnar, og leysa hann af þegar hann fór að lækna hina sjúku og þannig?
Ég bara spyr.
QotD: "A likely story." -John Lennon, úr Hard Day´s Night
|

-: Trina illustrated her blog at 21:47:-

Saturday, February 28, 2004

Am I Bad???

Fékk áðan e-mail frá tcbhaagens@yahoo.com (minnir mig), sem ég hef ekki hugmynd um hver er. Ég sá að þetta e-mail hafði verið sent til alls bekkjarins, og það eina sem stóð í því var: You are bad. Svo var e-ð við hengi með sem hét aboutyou, og eftir smá hik ákvað ég að prófa að opna það, en það gekk ekki alveg upp. Þannig að í staðinn sendi ég tcbhaagens bréf, sem var e-ð á þessa leið: Who the HELL are you, and WTF is what you were sending me???
Ætli ég fái svar...?
Morten er búinn að bæta mér inn á msn-ið sitt, nikkið hans er "5 min stilhed for mit forsvundne skateboard". Hann hefur húmor, hann má nú eiga það.
Ó, by the way, I´ll never watch TV again. Here. Sort of.
Þannig er mál með vexti: Loftnetið hefur sungið sitt síðasta, þannig að núna er ekki hægt að horfa á sjónvarpið. Mamma er að spá í að biðja Björgvin um að tengja bara gamla loftnetið, þegar betur viðrar fyrir þakrölt. En það þýðir ekkert örbylgjuloftnet=enginn Skjár1. Aem sökkar bara útíeitt. En svo vill það nú svo skemmtilega til að við erum að fara að flytja bráðlega, svo að ég þarf bara að fara í gegnum svona 1-2 vikur án sjónvarps. Björgvin ætlar að stilla vídeótækið sitt til að taka upp The O.C. fyrir mig, svo að það er ekki svo mikill skaði af þessu. Og það er hægt að horfa á vídeó. Við horfðum á Forrest Gump í gærkvöldi, og ætlum að horfa á The Exorcist í kvöld. Ég skil ekki af hverju við fórum aldrei í Gerplu (vídeóleigu, sko), sem er svona nálægt og mjög gott úrval, líka af gömlum klassískum myndum. Þegar mig langaði til að sjá Carrie, þá var Gerpla eina leigan í hverfinu sem átti hana til.
Anyways.
Ætla að hætta peningaeyðslunni í bili!
QotD: "Mama used to say dying was a part of life." -Forrest Gump
|

-: Trina illustrated her blog at 19:37:-

Thursday, February 26, 2004

Annað hvert kvikindi...

Ég fór á Gettu betur, MR vs. MH, í dag. Og geeetiði hvort liðið vann?
Yep, you guessed right: MR (27-22). Ég var hrikalega spennt, og satt að segja svolítið hrædd, í fyrri hluta keppninnar, því að MH var yfir næstum alla keppnina. En svo voru það tvær seinustu vísbendingaspurningarnar sem gerðu úrslitin; ef MH hefði vitað að Russell Crowe er frá Nýja Sjálandi, en ekki Ástralíu, þá hefðu þau unnið! Þetta var spennó.
Keppnin var tekin upp um daginn, áður an hún var sýnd í sjónvarpinu (duh), og áður en hún byrjaði, þá sagði Logi Bergmann nokkur orð við okkur áhorfendurna. Meðal annars sagði hann að við mættum EKKI blogga úrslitin; að annað hvert kvikindi í salnum bloggaði. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið að meina að við mættum ekki segja frá úrslitunum áður en keppnin væri sýnd í sjónvarpinu.
Ég fékk annað bréf frá Morten. Hann er uppvaskari, á tvo ketti sem heita William og Tequila og fílar LOTR, Gladiator og Shrek.
Veit ekki hvað meira ég skal skrifa.
Bæ í bili.
QotD: "Ég veit að annað hvert kvikindi hérna í salnum bloggar..." -Logi Bergmann
|

-: Trina illustrated her blog at 23:12:-

Wednesday, February 25, 2004

Pokkers net!

eins og áður sagði, þá fékk ég bréf frá Dananum Morten í dag. Svo að ég skrifaði langt og flott bréf til baka, en sleit nettengingunni á meðan ég var að skrifa, God knows hvað ég eyði nógu miklum peningum fyrir. Svo tengi ég aftur til að senda bréfið, klikka á "send", og viti menn, hvað gerist: í staðinn fyrir að skilaboð um að pósturinn hafi komist til skila, kom bara e-ð bull um að það væri villa, ég þyrfti að vera skráð inn til að geta sent!!!! Ef tengingin slitnar þá er það samasem og að skrá sig út. En, hverjar voru afleiðingarnar? ALLT POKKERS BRÉFIÐ HVARF!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég er mjög skúffuð. En, með þolinmæði (sort of...) tókst mér að skrifa bréfið aftur, jafnvel enn betur. Gleði gleði.
Bæjó.
QotD: "I think we just put our finger on why we´re the sidekicks!" -Willow, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 21:58:-

LOKSINS!

Ég er búin að fá bréf frá Morten Magh. Hann notar mikið af "..." og fyrsta línan var svona: Du må meget undskylde jeg ikke har skrevet før nu har haft lidt travlt :).
Þvílík afsökun. Og ég sem hef verið að bíða vikum saman eftir bréfi frá Dana, og svo var hann bara "upptekinn"! Hann er ekki einu sinni sætur. En hann á Playstation 2 og tvo ketti þannig að ég gæti fyrirgefið honum...
Bæ í bili.
|

-: Trina illustrated her blog at 15:36:-

Tuesday, February 24, 2004

Saltkjöt og baunir, túkall!

Æjá gleymdi að segja gleðilegan sprengidag og gleðilegan bolludag í gær, og, svona just in case I forget, gleðilegan öskudag á morgun!
Ég eldaði saltkjöt og baunir í kvöld. Því miður var ekki Diet Pepsi með matnum til að deyfa saltbragðið. Það var líka erfitt og leiðinlegt að eyða löngum tíma í að skera fituna af kjötinu, svo að ég gerðist villimaður eina kvöld(matar)stund og át með puttunum og varð svo fitug á puttunum að ég þurfti að þvo mér um hendurnar þrisvar.
Matti ætlar að vera bíómyndin Scream á morgun. Sem þýðir að hann er með svona hvíta grímu og hvítt lak. Lakið er gamall heimatilbúinn draugabúningur af mér sem ég notaði fyrir svona sex-sjö árum. Það var ekki til neitt svart lak núna. Matti ætlaði að vera Scary Movie, en svo, með mikilli þolinmæði, tókst mér að útskýra fyrir honum að þessi vondi kall er úr Scream-myndunum, í Scary Movie er gert grín að henni og öðrum unglingahryllingsmyndum. Þá, eftir einn dag, ákvað Matti að vera vondi kallinn úr Scream.
Hehe. Allt er hægt með smá þolinmæði.
Not.
Bæjó.
|

-: Trina illustrated her blog at 21:44:-

Gegt mikill bömmer!

Ég er sko komin á BÖMMER. So to speak. Ég er ekki enn þá búin að fá bréf frá árans danska krakkaskrattanum. Ekki er það nú betra að sessunautur minn sé alltaf að nudda mér upp úr því að hún sé þegar búin að fá þrjú bréf. Hah! Ekki vildi ég sko skipta við hana, hún situr uppi með sjálfumglaða karlfyrirsætu, sem er nú ekki svo sætur!
Svo sagði e-r að Danirnir hafi verið að skoða myndirnar af okkur sem Guðbjartur tók (ég set sko EKKI link á það, allar myndirnar þar eru ógeð), og ég er pínu hrædd um að sá/sú sem á að skrifa mér hafi litið einu sinni á myndina af mér, og hugsað bara "Hvor hun er grim! Jeg tror jeg ikke ville skrive brev til hende!" eða e-ð þannig. Afsakið að danskan mín sé ekki svo góð, veit svosum ekki hvort þetta sé málfræðilega rétt setning, but hey, who cares! Ég fékk tíu í seinasta dönskuprófi, og so there! Maður átti að skrifa gagnrýni um danska mynd, og ég horfði meira að segja á hana með íslenskum texta! Ekki neinn orðaforði fyrir mig, takk. Nema náttúrulega umsagnirnar á netinu....
Anyways.
Gekk furðuvel í stærðfræðiprófinu. Ákvað líka að vera svolítið dugleg og las undir efnafræði, og viti menn: fyrstu tvær-þrjár blaðsíðurnar í sjötta kafla voru actually áhugaverðar! En svo varð þetta aftur jafn leiðinlegt og það alltaf hefur verið. BÖMMER.
Ennþá að lesa Ungfrú Nóru, aðeins skemmtilegri núna. Svolítið spennó. Mér þykir reyndar svolítið furðulegt að bókin var þýdd yfir á íslensku 26 árum eftir að hún var gefin út í Hollandi! Mjög skrítið.
Horfði á The GIlmore Girls áðan. Skemmtilegur þáttur, as always, en þetta var síðasti þátturinn. :´( . Ég segi það aftur: BÖMMER! En kannski er heppnin með mér og næsta sería heldur áfram í næstu viku, eins og síðast, þá byrjaði 3. sería strax á eftir 2. seríu (viku seinna, á venjulegum tíma, þ.e.).
Jæja, ætla að hætta að skrifa og halda áfram með Ungfrú Nóru (=spider tölvukapall og Judging Amy á eftir), svo ekki sé minnst á að halda áfram að vera á BÖMMER!
QotD: frh. síðan í gær: "And I happen to think mine is the level one and yours is the one things would roll off of." -Willow, úr BtVS

p.s. Mér þætti gaman ef e-r minntist á álit sitt á leti pokkers danans sem ekki hefur nennt að skrifa mér, á kommentakerfinu mínu, sem ég hef döbbað Segðu mér allt..., eftir hinu snilldar lagi (á Eurovision-skalanum, ekki mínum!) Segðu mér allt (öðru nafni Open Your Heart) sem Birgitta Haukdal flutti með glæsibrag (aftur, á Eurovision-skalanum) í Riga í maí í fyrra.
|

-: Trina illustrated her blog at 21:30:-

Monday, February 23, 2004

Am I a weirdo? ...Wait, don´t answer that!

Er ég skrítin af því að ég hlakka til að sjá lokaþáttinn af America´s Next Top Model? Af því að ég hlakka sko til! Ég held bæði með Adrianne og Elyse, þær eru báðar svo kúl. Shannon er, eins og Tyra Banks sagði, All-American Girl. Það er pirrandi. OK, ekki beint pirrandi, ég held bara ekki með henni. Ég hef haldið með Elyse og Adrianne alla seríuna. Vona að önnur þeirra vinni.
Mér datt í hug að setja beinan link á ljóðin mín á Ljóð.is. Gaman væri ef þau væru skoðuð og gagnrýnd af e-m öðrum en ættingjum mínum! So, please take a look! Persónulega finnst mér Leiðin til hamingjunnar best. What do YOU think?
|

-: Trina illustrated her blog at 22:06:-

Afsakaðu að ég skyldi koma svona óforvarendis...

Ég er að lesa Ungfrú Nóra, barnabók sem ég ætla að flytja kjörbókarfyrirlesturinn minn um. So far leiðist mér. Ég skil svosum af hverju ég fílaði þetta þegar ég var 9.
Eníveis.
Ég held að nýi uppáhaldsþátturinn minn sé The O.C. Ég er búin að taka upp alla þættina sem er búið að sýna hér, og ég held bara að ég eigi eftir að byrja að safna! Geng meira að segja svo langt að hugleiða að taka yfir e-a af Sbrinu-spólunum í neyðartilfelli, og þá er sko mikið sagt!
Árans danski krakkaskrattinn sem er búinn að hafa ímeilið mitt í meir en viku er ennþá EKKI búinn að skrifa mér! Ég er ekkert smá fýld. Það er eins gott að þessi danski pokur fari að skrifa mér bráðum eða.... Eða hvað? Það er ekki eins og ég geti gert nokkuð. Ég hef ekki græna glætu um það hver hefur fengið mig sem pennavin. Ég get náttúrulega ekkert verið að panta leigumorð á e-n sem ég veit ekki einu sinni hver er, hvað þá hvað hann heitir, eða lítur út, ekki einu sinni hvort þetta er hann eða hún!
Djöfull er ég að verða pyrrhuð!
Pokkers.
Smá góðar fréttir til að lífga upp á þessa annars leiðindafærslu: Ég fékk 8 fyrir rökfærsluritgerð mína sem var með fyrirsögnina Enska: Móðurmál mannkyns? (ég var með). Og ekki minna gleðiefni: ég var tveimur heilum yfir meðaltali og fékk 10 í dönskuprófinu! Wheeee! Ég hef fulla ástæðu til að vera bæði stolt og montin!
En ég hef ekki tíma til að vera montin lengur; ég er að fara í stærðfræðipróf á morgun og svo þarf ég að klára að lesa um hana Nóru sem var eitt sinn köttur.
Bæíbili!
QotD: "I think we should all keep a level head in this." -Giles, úr BtVS (-framhald á morgun...)
|

-: Trina illustrated her blog at 21:25:-

Sunday, February 22, 2004

Öld Vatnsberans!

Ég er ekki Vatnsberi (Aquarius). Ég er Tvíburi (Gemini). En ég elska sko lagið Öld Vatnsberans, úr Hárinu. Upp á ensku kallast þetta lag Age of Aquarius. Brilliant. Kórútsetningin á íslensku er geeeðveikt flott, og þetta er svoooooooo skemmtilegt lag.
Ég er semsagt að vísa í kórferðalagið sem ég var í núna um helgina. Við fórum á laugardagsmorgun og komum heim um 16:40 í dag. Það var nú aldeilis ágætt þar. Við fórum í Kaldársel, KFUM sumarbúðir sem eru rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Það voru plaköt út um alla veggi sem á stóðu tilvitnanir úr Biblíunni o.þ.h. Eitt var á ensku: WWJD: What Would Jesus Do? Ég held að ég sé að breytast í trúleysingja, því að mér fannst þetta alveg fáránlegt. Mér finnst líka pirrandi að í öllum ættjarðarlögum er minnst á Guð sem blessar landið og passar okkur og blablabla (sjá færslu janúar 26).
En við sungum semsagt fullt af skemmtilegum lögum: Tvö úr Hárinu; Öld Vatnsberans, og Ég sveima, sex lög ú West Side Story, þ.á.m. lag sem er mjög svo skemmtilegt, og textinn er e-n veginn svona:
"I like to be een Amereeca,
O.K. by me een Amereeca,
Ev´rything free een Amereeca,
For a small fee een Amereeca,"
Og svo framvegis. þetta er gegt flott, hratt og þannig. Mjög kúl. Við syngjum þetta líklega á tónleikum en ég veit ekki hvenær þeir eru, en ég segi frá því þegar að kemur, og ég hvet alla til að koma og heyra öll þessi skemmmtilegu lög!
Eins og áður sagði, þá var aldeilis ágætt þarna í Kaldárseli. Ég tók oft eftir e-u smálegu sem ég hefði gjarnan viljað skrifa niður, en ég var hvorki með Múmínálfabókina mína, né penna. Það var oftar en einu sinni sem ég óskaði þess að hafa komið með hana.
Ég var mjög þreytt í gærkvöldi, eftir að hafa verið að syngja allan daginn, svo ekki sé minnst á að ég vaknaði klukkan átta, svo að ég ákvað að vera góð telpa og fór í rúmið um kl. hálf tólf. Ég veit ekki alveg hvenær ég sofnaði, en ég vaknaði aftur klukkan korter í þrjú um nóttina við að krakkarnir sem voru í sama herbergi og ég voru að tala saman og e-r strákur var að spila á gítar, og ljósið var kveikt, svo að það var ekki skrítið að ég vaknaði. En sagan er ekki búin, ónei. Ég hélt að klukkan væri korter yfir níu (heimskulegt, þegar ég spái í það, því glætan að fólk væri hresst og komið á lappir klukkan níu!), og tók pillurnar mínar! Ég fattaði þetta ekki fyrr en e-r spurði hvað klukkan væri og e-r sagði að það væri rosa seint, fjögur eða e-ð þannig, sem var náttla SMÁ ýking, en þá fattaði ég semsagt að ég hafði tekið pillurnar mínar sex tímum of snemma, og varð eiginlega bara terrifæd! En ég var náttla ekkert að láta þetta í ljós, ég var sko í herbergi með eldri krökkum sem ég hafði satt að segja aldrei talað við áður. Þannig að ég gróf mig bara aftur oní svefnpokann, setti svefnpokapokann, sem ég var með snilli minni búin að breyta í kodda með því að setja fötin mín og úlpuna oní, yfir eyrun til að deyfa háfaðann þannig að ég gæti sofnað aftur. Ég komst að því að svefnpokapokakoddar eru ekki svo hentugir eyrnatappastapgenglar, því að ég sofnaði ekki fyrr en löngu eftir að allir ákváðu að fara að sofa, sem var um fjögurleitið. Eitt af því sem lokaði leið Óla Lokbrár til mín, var það að e-r hraut. Ég veit ekki hver það var, en það var mjög truflandi. En svo á endanum sofnaði ég, eftir að hafa huggað sjálfa mig með því að ég fengi a.m.k. ekki kast um nóttina, fyrst að ég væri nýbúin að taka pillurnar. Anyways. Ég stillti símann minn á að hringja klukkan níu, og fimm mínútur yfir níu stóð ég í forstofunni þar sem var besta símasambandið, og ráðfærði mig við móður mína, sem lagði til að ég tæki kvöldpillurnar um þrjú-fjögurleitið. Sem ég og gerði. Svo ætla ég að stilla vekjarann á hálf-sjö á morgun til að taka pillurnar, þó að ég eigi ekki að mæta fyrr en tuttugu mín. í tíu. Ég held bara áfram að sofa.
Anyways.
Þegar seinasta æfingin var búin, um klukkan þrjú, þá áttu allir að taka saman eigur sínar, og svo var húsverkunum skipt á milli radda. Annar sópran, sem ég er í, þreif eldhúsið og matsalinn. Það var nú ekki mikið að þrífa. Það eina sem ég gerði var að sópa eldhúsið og setja nokkra bekki aftur upp á borðin í matsalnum. Húsverkin voru búin um hálffjögur, og svo þurftum við sem tókum rútuna að bíða í hálftíma eftir henni, því að hún kom ekki fyrr en klukkan fjögur.
Annað sem ég gerði í dag þegar ég var komin heim var að taka gömlu náttfötin sem passa ekki lengur á mig, úr fataskápnum til að koma fyrir flottu náttfötunum frá Auði, og þrífa vaskinn og baðið uppi með ofurhreinsiefni sem var ekki svo mikið ofur, og ég þarf að gera þetta aftur seinna til að ná ryðröndinni úr baðkarinu. Bömmer.
Jæja, nú må ég hætta, þetta er orðið alltof langt!
See ya later alligators!
QotD: "I look after meself."-Paul´s grandfather, úr Hard Day´s Night
|

-: Trina illustrated her blog at 22:22:-

Thursday, February 19, 2004

Yfirlið. Bad.

Það er mjög skemmtilegt að fara í kollhnís. Í íþróttum í dag gerði ég fátt annað en að fara í kollhnís. Það verður bráðum próf, og maður má velja hvort maður fer í kollhnísa eða handahlaup. Að sjálfsögðu valdi ég kollhnísana. Ég ætla að fara í afturábakkollhnís, stuttan kollhvís og langan kollhnís. Mér gekk miklu betur að fara í afturábakkollhnís í dag en í gær. Det er ba´ så sjovt!
Anyways.
Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Eða í morgun, eiginlega. Mig dreymdi að ég væri Princess Mia, og það væri alltaf að líða yfir mig oll óver ðe pleis. Svo var ég sjálf (Katrín ég, þ.e.) alltaf að koma að í hópinn sem safnaðist í kringum mig (Miu mig, þ.e.) og hafa áhyggjur af því hvort það væri í lagi með Miu mig, af því að Mia ég svaraði alltaf vitlausum spurningum þegar fólkið var að spyrja svona spurningar eins og í ER, t.d. "Mia, can you hear me? You passed out, but you´re probably gonna ba alright. Is there anyone we can call? Do you have any allergies?" og þess háttar, en Mia ég svaraði alltaf eins og hún væri að taka próf í mannkynssögu. Það var skrítið. En svo vaknaði ég með rosalega þægilega tilfinningu, sem er náttla skrítið. Kannski var það út af því að mér þykir svo gott þegar líður yfir mig. reyndar hefur það bara gerst einu sinni, öll hin skiptin voru bara þegar ég missti meðvitund þegar ég fékk flog, og það er EKKI gott að vakna upp af því. Nauts, belív mí, það er mjög óþægilegt, sérstaklega ef maður er með 2° brunasár á ilinni, eða hefur rekið hausinn í borðshorn um leið og maður dettur á flísalagt gólf og ælir í svona fimm mínútur á eftir.
Anyways. Þetta eina skipti sem leið yfir mig og mér leið vel, var þegar ég var með 39°C hita, og ég var uppi í litlum tröppum að ná í verkjapillur. Svo var allt í einu eins og hugurinn tæmdist gjörsamlega, og mér leið betur en mér hefur nokkurn tímann liðið á ævinni. Algjör alsæla. En svo vaknaði ég með annan handlegginn oná skápshurðinni og hinn á ískápshurðinni (pilluskáurinn er við hliðina á ísskápnum) og aðra löppina í gegnum tröppuna. Það tók mig nokkrar mínútur að losa mig úr þessari flækju.
En ég er ekki svo heimsk að reyna að láta líða yfir mig aftur, það er náttla lífshættulegt an´all that stuff. Ég verð bara að bíða eftir öðru tækifæri til algjörrar alsælu.
Sí ja leiter alligeitors!
QotD: "He advises me to keep it real." -Mia, úr The Princess Diaries
|

-: Trina illustrated her blog at 21:57:-

Tuesday, February 17, 2004

Fly on the wings of... the Phoenix

phoenix
You are a PHOENIX in your soul and your
wings make a statement. Huge and born of flame,
they burn with light and power and rebirth.
Ashes fall from your wingtips. You are an
amazingly strong person. You survive, even
flourish in adversity and hardship. A firm
believer in the phrase, 'Whatever doesn't kill
you only makes you stronger,' you rarely fear
failure. You know that any mistake you make
will teach you more about yourself and allow
you to 'rise from the ashes' as a still greater
being. Because of this, you rarely make the
same mistake twice, and are not among the most
forgiving people. You're extremely powerful and
wise, and are capable of fierce pride, passion,
and anger. Perhaps you're this way because you
were forced to survive a rough childhood. Or
maybe you just have a strong grasp on reality
and know that life is tough and the world is
cruel, and it takes strength and independence
to survive it. And independence is your
strongest point - you may care for others, and
even depend on them...but when it comes right
down to it, the only one you need is yourself.
Thus you trust your own intuition, and rely on
a mind almost as brilliant as the fire of your
wings to guide you.You are eternal and because
you have a strong sense of who and what you
are, no one can control your heart or mind, or
even really influence your thinking. A symbol
of rebirth and renewal, you tend to be a very
spiritual person with a serious mind - never
acting immature and harboring a superior
disgust of those who do. Likewise, humanity's
stupidity and tendency to want others to solve
their problems for them frustrates you
endlessly. Though you can be stubborn,
outspoken, and haughty, I admire you greatly.


*~*~*Claim Your Wings - Pics and Long Answers*~*~*
brought to you by Quizilla
|

-: Trina illustrated her blog at 21:40:-

Spice up your life!

Allt í einu og alveg upp úr þurru ( reyndar grenjandi rigning, heh) í dag fékk ég Spice Girls-lag á heilann (Move Over þ.e. Pepsi-lagið þeirra!), og er því núna að hlusta á Spiceworld; rifja upp gamlar minningar. Ég man þegar þessi diskur kom út og ég var að safna vasapeningunum mínum (150 kr. á viku) í heillangan tíma, þar til mamma keypti hann fyrir mig í Bónus eftir að ég hafði eytt heilum degi í að þrífa herbergið mitt. Hehe *nostalgía*!
Anyways.
Mamma fór til Auðar í gærkvöldi og kom til baka með poka af fötum handa mér, allt flott föt, og tvennar gallabuxur sem eru of þröngar á mig. Auja er svoooo mjó! Það voru líka fullt af flottum náttfötum (þá get ég losað mig við of litlu náttfötin mín sem ég er búin að eiga í 6-7 ár, og sef venjulega í ósamstæðum!) og, einhverja hluta vegna, hvítir boxerar með gylltu mynstri sem á stóð Goldmember, eins og í Austin Powers, sko. Þetta eru örugglega boxerar af Magga sem hafa óvart farið með. Ég ætla allavega ekki að nota þá!!!
Anyways.
Við vorum ekkert að læra í íslensku í dag, Knútur var bara að segja okkur frá háskólanámi. Hann er með M.A. gráðu í íslenskum bókmenntum og skrifaði B.A.-ritgerð sem var nokkrar tommur á þykkt.
Gekk bara frekar vel í dönskuprófinu, geri ráð fyrir *krossa putta* að ég nái þessari áttu sem mig langar í!
Ég er nokkurn veginn búin með Pompeii-fyrirlesturinn, en ég held að hann sé enn of stuttur, þó að mér finnist hann alveg nógu langur. Ég er meira að segja komin með 14 mynda slide-show!
Anyways.
Gúddbæ!
QotD: "Tomb go boom." -Willow, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 17:54:-

Monday, February 16, 2004

sjö! 7! SJÖ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég ætlaði bara að láta vita að ég fékk SJÖ í jarðfræðiprófinu sem ég gleymdi!!!!!!!!!!! Þannig að það sýnir bara hvað ég er "góður" nemandi, fylgist svo vel með í tímum og þannig...
Anyways.
Dönskupróf á morgun, frekar viss um að ég sé reddí fyrir það, gleymi því svo sannarlega ekki! Stefni á áttu!
Var að horfa á Survivor All Stars, og fékk kökk í hálsinn þegar Jenna ákvað að fara heim til að vera hjá mömmu sinni sem var með krabbamein. Svo kom svona texti á eftir þættinum sem stóð að mamma hennar hafi dáið 8 dögum seinna! Sorglegt.
Anyways.
Mamma fór að verzla í dag og keypti súkkulaðikex! Ich liebe dich, Mutter! Ypu just made my day!
Var svo að vinna að Pompeii-verkefninu, að leita að heimildum í bók frá 1964, þegar zetur voru enn góðar og gildar. Hence zetuna í verzla.
Anyways.
See ya later alligators!
QotD: "Some nice, non-judgemental way to, you know, kill him?" -Buffy

p.s. hvað er þetta, það kommentar enginn lengur? rétt aðeins þegar ég bið um það? það er bara svindl. maður les ekki bloggið mitt án þess að kommenta. beware, teljarinn kemur upp um ykkur...

p.p.s. ekkert illa meint!
|

-: Trina illustrated her blog at 22:06:-

Sunday, February 15, 2004

Geisladiskar á 200 kall!

Á aðfaranótt föstudags tók ég leigubíl heim af árshátíð (ballinu, nánar tiltekið) Framtíðarinnar. Leigubílstjórinn var að spila tónleikaútgáfu Travis af laginu Here Comes the Sun, sem Bítlarnir fluttu upphaflega, og bílstjórinn sagði mér frá því að það væri útsala á smáskífum í Skífunni; 3 góð lög á 199 kr! Ég er nú ekki búin að kíkja á þessa útsölu, því að ég er að spara fyrir Danmerkurferðina. Svo sagði bílstjórinn mér líka að það sé búið að opna pizzustað á Laugaveginum, á móti Vínberinu! Það vissi ég sko alls ekki!
Anyways.
Hér sit ég og blogga í staðinn fyrir að nýta afganginn af þeim tíma sem ég hef til að klára dönskuverkefnið, og Pompeii. Bömmer. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg á föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn, er bara búin að vera hálf-dugleg í dag! Svaf óvart til kl.13:17 á föstudaginn (ekki nema von þar sem ég fór að sofa kl. 2!) en reyndi samt að vera voða dugleg og fór á bókasafnið að finna bækur um Pompeii.
Vottevver.
NÚNA ætla ég sko að vera dugleg! Það er ekki kóræfing á morgun svo að ég hef aðeins meiri tíma til að klára að æfa mig fyrir dönskuprófið, og svo hef ég þriðjudag og miðvikudag til að klára Pompeii, en það er bara eftir skóla, svo að ég verð að gefa í! So far er ég bara komin með 11 línur og fullt af flottum myndum til að gera slide-show.
Bæjó!
QotD: "Stop messing about!" -Norm, úr Hard Day´s Night
|

-: Trina illustrated her blog at 22:18:-

Tuesday, February 10, 2004

Uppeldi!

Mamma tilkynnti það við matarborðið að hún hefur tekið það að sér að skrifa grein um uppeldi tveggja barna í blaðið Uppeldi. Hún sagði, orðrétt: "...Svo að það er best fyrir ykkur að passa ykkur!" Matti þarf að passa sig, en ég myndi segja að ég sé venjulega frekar stillt og prúð, þó að ég sé svolítið mikið á netinu að eyða peningum. Gussélof að eftir mánuð verðum við komin með ADSL.
Ég er farin að hlakka svolítinn helling til fimmtudagsins; árshátíðardagsins. É er þegar búin að velja mér outfit fyrir ballið: svartar buxur og svartan geeeðveikt flottan semi-hlýralausan (með bandi um hálsinn, þ.e.) topp með krumpu niður eftir miðjunni, sem ég saumaði sjálf fyrir jólaballið í 10. bekk.
Ég var næstum búin að gefa svörtu buxurnar mínar með öllum fötunum sem ég er hætt að nota (eða hef aldrei notað). Þær fóru óvart ofan í pokann með öllum hinum svo-örtu buxunum, en sem betur fer fattaði ég þetta þegar ég var að máta settið, og pokinn var ekki farinn.
Reyndar, eins og Angel í BtVS sagði eitt sinn; "It´s not world in peril stuff."
Jæja hún Magga hin Bandaríska stúlka sem ég les reglulega bloggið hjá, er ringluð út af því að ég gaf óvart í skyn að ég væri ekki stelpa, eða "gella" (á íslensku, þ.e.). Ég vil bara að það sé á hreinu, ef vera skyldi að e-r sé líka ringlaður: Ég er ekki strákur! Og ekki gleyma því!
QotD: "I don´t dress my pet up in chinchilla bolero jackets." -Mia, úr The Princess Diaries
|

-: Trina illustrated her blog at 22:32:-

Monday, February 09, 2004

*Illkvittnislegur hlátur*

Jæja. Kem ég ekki í skólann í morgun, ætla að setjast og sé sessunaut minn vera að lesa glósur úr jarðfræði, sem var í 2. tíma, og verð svolítið hissa. Svo tek ég andköf og segi svolítið hátt: "SJITT!". Það var nefnilega jarðfræðipróf í morgun og ég var búin að steeeingleyma því. Ekki búin að læra neitt. Mér gekk samt furðulega "alltílæ", miðað við aðstæður. Ég held að ég hafi náð að "skrapa" fimmu.
Anyways.
Ég var að labba út úr skólnum í dag og varð vitni að atviki sem ég skammast mín smálítið fyrir að hafa hlegið að: Ég sá e-n kennara sem var hrikalega niðursokkinn í e-ð sem hann var að lesa, klessa á eina af stoðunum undir skýlinu yfir innganginum í Casa Christi. Það gusaðist (næstum) upp úr mér hláturinn, en sem betur fer tókst mér að bæla hann niður. Næstum.
Enn ekki byrjuð á þessum helv. ritgerðum. Í staðinn kíkti ég aðeins í The Princess Diaries einu sinni enn í gær og er núna komin á bls. 249. Ég var samt ekki að lesa í allan gærdag. Just so you know.
Ef ég hefði gert það þá væri ég búin með bókina núna. Heh. If only ég væri svona fljót með skólabækurnar. En það er ein´föld skýring fyrir því: Það er ekki hægt að bera saman skólabækur og bækur eftir Meg Cabot.
Ég er búin að ákveða hvaða bók ég ætla að lesa fyrir íslensku: Ungfrú Nóra eftir Annie M.G. Schmidt, sem ég fékk í jólagjöf 1996. Ákvað að taka auðvelda bók, af því að það má og ég nenni ekki að fara að lesa e-ð stórmerkilegt 500 bls. skáldverk.
Anyways.
Er Broadway (í Rvk.) það sama og Breiðvangur? Líklega.
Bæjó.
QotD: "I get the hiccups." -Mia, úr The Princess Diaries
p.s. takk fyrir að kommenta stelpur!
|

-: Trina illustrated her blog at 23:17:-

Sunday, February 08, 2004

Comment or perish, Sweater Monkeys!

Vúhú! Loks hef ég fundið kommentakerfi sem virkar! Ég er enn að finna út hvernig ég get gert það persónulegra, en geeeeriði það að kommenta!!!!!! Pleeeeaaaase!!! Það væri svo ósköp gaman að sjá að fólkið sem kíkir á þetta auma blogg mitt lesi það og hafi skoðun á því! Svo að ég endurtek: Comment, or perish!
QotD: "Welcome to the dark side!" -Seth, úr The O.C.
|

-: Trina illustrated her blog at 22:48:-

An itsy bitsy test

{{{ PAST }}}
[x]first grade teacher's name: Sigríður, lágvaxin og skemmtileg
[x]last word you said: stiganum?
[x]last song you sang: Skin-Madonna
[x]last thing you laughed at: Den eneste Ene í gærkvöldi
[x]last time you cried: man ekki alveg

... PRESENT ...
[x]what's in your CD player: Ray of Light-Madonna
[x]what color socks are you wearing: barefoot at the moment
[x]what's under your bed: gamalt ferðatæki í plastpoka, skór og rykrottur
[x]what time did you wake up today: 9:30

[[[ CURRENT ]]]
[x]current hair: dökkbrúnt og millisítt
[x]current clothes: ljósblár síður náttkjóll af mömmu síðan hún var lítil
[x]current annoyance: fjórar ritgerðir sem ég er ekki byrjuð á
[x]current smell: tölvulykt
[x]current longing: move to Scotland
[x]current desktop picture: The Gilmore Girls
[x]current favorite music artist: Travis, Atomic Kitten, Dido
[x]current book: The Macick of the Gods and Goddesses
[x]current worry: fjórar ritgerðir
[x]current hate: the cold (it´s bugging my tv :( )
[x]story behind your username: var stundum kölluð Trína þegar ég var lítil
[x]current favorite article of clothing: nýja bláa flíspeysan frá ömmu og beislitaða stuttermapeysan frá pabba
[x]favorite physical feature on a boy: smile, hair, framhandleggir (aþþíbara(!))
[x]line from the last thing you wrote to someone: Hilsen fra Island, Katrín Gunnarsdóttir
[x]I am happiest when: Don´t know
[x]I feel lonely when: Don´t know
[x]favorite authors: J.K. Rowling, Meg Cabot/Jenny Carroll
[x]if you could live anywhere in the world, where: Edinburgh
[x]famous person you have met: My mum
[x]do you have any regrets: “I have only one regret, and that is that I am not someone else”
[x]sex or love: luv
[x]favorite coffee: don't drink it
[x]favorite smell: Don´t know
[x]what makes you mad: Don´t know
[x]favorite way to waste time: Horfa á tv, þó að mér finnist það ekki alltaf tímaeyðsla...
[x]what is your best quality: Don´t know
[x]are currently in love/lust: neither
[x]what's the craziest thing you have ever done: I ain´t crazy
[x]any bad habits: Don´t know
[x]do you find it hard to trust people: sometimes
[x]last thing you bought yourself: vínarbrauð, svali og kringla
[x]bath or shower: shower
[x]favorite season: spring
[x]favorite color: beige, red, orange
[x]favorite flavor: Don´t know
[x]favorite time of day: evening
[x]gold or silver: silver
[x]any secret crushes: I guess...

~*~ FASHION ~*~
[x]do you wear a watch?: yes
[x]favorite stores: any bookstore
[x]how big is your closet? Aðalskápurinn er c.a. 150 cm x 65 cm
[x]ever spend more then $200 in a store?: no

<<< FRIENDS >>>
[x]do your friends know everything about you: nope
[x]what do they tend to be like: critical
[x]can you count on them: not sure
[x]can they count on you: I suppose

?? LAST ??
[x]last book you read: Pure Dead Brilliant
[x]last movie you saw: Den eneste Ene
[x]last movie you saw on the big screen: The Lord of the Rings-Return of the King
[x]last show you watched on tv: The O.C.
[x]last song you heard: Sky fits heaven-Madonna
[x]last thing you had to drink: orange juice
[x]last thing you ate: chocolate biscuit
[x]last time you showered: Friday
[x]last time you smiled: half an hour ago
[x]last time you laughed: half an hour ago
[x]last person you hugged: mum
[x]last person you talked to online: Aldís María
[x]last person you talked to on the phone: can´t remember

((( DO YOU )))
[x]smoke:no
[x]do drugs: no
[x]drink: no
[x]have sex: no
[x]sleep with stuffed animals: Kaninka, kanínan sem pabbi gaf me´r þegar ég var 1 árs
[x]have a dream that keeps coming back: no
[x]play an instrument: does voice count? If not, then no
[x]believe there is life on other planets: no
[x]read the newspaper: yes
[x]consider yourself tolerant: sometimes
[x]consider police a friend or foe: friend
[x]like the taste of alcohol: not really
[x]believe in astrology: nah
[x]believe in magic: YES!
[x]go to church: choir practice twice a week
[x]have any secrets: yes, loads
[x]have any pets: Jóakim Boxersson, my wonderful cat
[x]go or plan to attened college: yes
[x]talk to strangers: no
[x]have any piercing: ears
[x]have any tattoos: nope
[x]hate yourself: almost never
[x]wish on stars: no
[x]like your handwriting: it's ok
[x]believe in witches: yes!
[x]believe in ghosts: kinda
[x]believe in santa: when it suits me
[x]believe in the easter bunny: no
[x]believe in the tooth fairy: when it suits me
[x]trust others easily: sometimes
[x]sing in the shower: haha all the time


|

-: Trina illustrated her blog at 14:57:-

Saturday, February 07, 2004

Letidýradagurinn

Ég var að hlusta á Bylgjuna og manninum tókst að gera a.m.k. 3 málvillur á innan við mínútu. Vá hvað það pirraði mig!
Var af óútskýranlegum ástæðum að horfa á Bring It On um daginn (kvöldið, reyndar) og ég táraðist yfir verðlaunaafhendingunni! Er ég skrítin eða hvað?
Ég þarf að gera fjórar ritgerðir á næstunni, þar af þrjár sem ég þarf að flytja fyrir framan bekkinn og eina sem ég þarf að skrifa á fjörutíu mínútum í tíma. Og ég er ekki byrjuð á neinni. Og tvær þurfa að vera tilbúnar í þarnæstu viku. Yup, it´s official. Ég er letidýr.
Fyrr í dag var ég að sigta úr fataskápnum mínum. Mér tókst næstum að fylla stóran svartan ruslapoka með fötum sem ég nota ekki lengur. Aðalástæðan fyrir þessum fatahaug sem fyllir skápana mína er sú að Auður frænka mín hreinsar reglulega úr sínum fataskáp og lætur mig hafa það sem hún er hætt að nota. Seinast kom hún með svartan ruslapoka sem var svo fullur að það var komið gat á hann! Og það er víst annar poki heima hjá henni sem er að bíða eftir mér!
Ég er að spá í að senda smásögu eftir mig í Skinfaxa. Ef ég væri með kommentakerfi þá myndi ég spyrja ykkur álits á því,but...
Jæja nenni ekki að skrifa meira nema hvað mér þykir ógurlaga gaman að fylgjast með teljaranum!
QotD: "Let´s see: Do I want you to give up killing my friends? Yeah, I´ve given it some thought." -Spike, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 18:44:-

Thursday, February 05, 2004

Bömmer...again

Ráðgátan um snjókomuna hefur verið leyst. Turns out, there is no Aerial Conspiracy! En það þýðir ekki að snjókoman hafi lært af reynslunni-að vera ekki að bögga fólkið í Hruna; ónei. It´s back and back and worse than as ever (almost). En við erum búin að fatta af hverju; þegar snjókoma er úti, þá er snjókoma inni. Líka þegar það er rigning; þá re flipp inni. Jepp, lítur út fyrir að við fáum engu um það ráðið hvort við horfum á sjónvarp eða ekki. En Björgvin ætlar að hætta sér upp á þak á laugardaginn, ef veður leyfir, og reyna að fá vit í loftnetið, setja regnhlíf yfir það ef ekkert annað gengur. Nei, djók. Þetta leysist. IT BETTER; I TELL YA! A.m.k. fyrir mánudag, þá eru hvorki meira né minna en þrír sjónvarpsþættir sem ég ætla mér að horfa á: The O.C., Survivor All Stars og CSI: CRIME SCENE INVESTIGATION. Og ég hef ákveðið að byrja að safna The O.C., tók upp fyrsta þáttinn og hvaðeina.
Nú haldiði örugglega að ég sé rugluð: að vera að taka upp sjónvarpsþætti til að geta horft á þá aftur og aftur. En raunin er, að ég á þegar samtals 17 spólur með Sabrinu the Teenage Witch og Buffy the Vapire Slayer, þannig að ég er reynd í þessu. Á tímum eins og núna; þegar snjókoman lamar sjónvarpið, þá er gott að geta valið úr 17 spólum með þáttum sem maður getur talað með. Ég byrjaði að taka upp Sabrinu the Teenage Witch þegar ég var tíu, og horfði á þættina milljón og einu sinni þar til ég kunni þá utanað. Það pirraði mömmu mikið þegar ég talaði með, þannig að ég vandi mig af því. En nú er ég komin með 14" sjónvarp inn til mín (Mark, öðru nafni) og get talað með því eins og mig lystir. En eins og áður sagði, þá vandi ég mig af því og hugsa bara með því.
Því má til gamans geta að kvótar dagsins eru flestir úr Buffy eða Sabrinu.
Bæ í bili!
QotD: "An entire siege. Think one of you would bleed a little." -Spike, úr BtVS
|

-: Trina illustrated her blog at 20:24:-

Wednesday, February 04, 2004

Ég að öllum háska hlæ...yea right!

Jæja þá er ég búin með þetta leiðindapróf. Ég kláraði að lesa þessar 12 bls sem ég átti eftir í gær kl. 01:00 og gluggaði í glósurnar í skólanum. Gaman að vita, ekki satt?
En ég var ofurlítið stressaðri fyrir prófið en getur talist normalt, rétt áður en ég fór að sofa. Svo undarlega vildi til að þegar ég vaknaði var ég í eins góðu skapi og hægt er á tímum sem þessum, og fannst ég geta feisað hvað sem er. Þeirri afstöðu hélt ég ekki allan daginn og þegar prófblaðið kom á borðið var ég skíthrædd aftur. Og gekk bara alltílæ. Vonast eftir svona 5-6. Og er nánast skítsama. Bara fegin að vera búin með þetta.
Anyways. Frí í tvöföldum tím hjá Knúti í dag, svo að ég var búin kl. 13:00. Gaman. "Nú ætla ég að vera rosa dugleg," sagði ég við sjálfa mig, las eina sögu í Napóleon Bónaparta, skellti í þvottavél og....... fór í tölvuna. Ég og minn viljastyrkur!
Reyndar hefur minn viljastyrkur hjálpað mér að forðast sælgæti seinustu vikuna, og ekki af því að ég er í megrun, heldur af því að ég er að spara. Fyrir jól fór ég út í sjoppu annan hvern dag og keypti bland í poka fyrir 150-250 ísk.kr., en nú er ég hætt því.
Fór í bíó á sunnudaginn. Með mömmu og Matta. Á Björn bróður, þ.e. teiknimynd. Hún var svo sem með íslensku tali, sem pirrar mig hrikalega venjulega, en þetta var ágætismynd. Er ég nokkuð skrítin fyrir að hafa gaman af barnamyndum? Finding Nemo, Lilo & Stitch, Monsters Inc., Ice Age og The Grinch (sem er nú reyndar fyrir alla aldurshópa) eru nokkrar allar frábærar. Sérstaklega Finding Nemo.
Við fórum á forsýningu í Kringlubíói, og það var FULLT af krökkum þarna. Við þurftum að bíða í röð til að komast inn í salinn því að hann var ekki opnaðir fyrr en á slaginu fimm. Auglýsingarnar voru skemmtilegar. Ég hlakka til að sjá allar myndirnar sem auglýstar voru; School of Rock, The Cat in the Hat (barnamynd!) og Harry Potter 3, sem lítur út fyrir að vera miiiiiiklu betri en hinar tvær til samans. Ég var mjög vonsvikin þegar ég sá þær, það var svo miklu sleppt og breytt og þær eyðilögðu söguna alveg. En núna er nýr leikstjóri og miðað við trailerinn er við góðu að búast!
Fyrir utan bíósalinn voru plaköt. Augljóslega. En það var sérstaklega eitt sem vakti athygli mína; fyrir mynd um Trójustríðið, með Brad Pitt og Orlando Bloom, og e-m fleirum sem ég man ekkert hverjir eru. Þessi mynd kemur út í maí, og guuuuð hvað ég hlakka til að sjá hana!
QotD: "Og var hann samkynhneigður?" "Nei, bara sænskur." -frímínútur í 3.A
|

-: Trina illustrated her blog at 14:59:-

Tuesday, February 03, 2004

Letihaugurinn ég

Jæja, þá er próf á morgun. Og það sem meira er, sögupróf. Sem er nauðsynlegt að læra fyrir, ekki einhverjar enskar sagnir sem er nóg að líta einu sinni yfir fimm mínútum fyrir "próf". Boj er ég hógvær... Anyways. Ég á eftir að lesa 12 1/2 bls af SMÁU letri + glósur fyrir morgundaginn, og hér er ég að slæpast í tölvunni! Hér er listi yfir það sem ég hefði alveg getað sleppt í dag án þess að heimurinn hefði endað:
Ræðukeppni 3.A vs. 5.B; skemmtileg keppni en tók um 2 klst. (var lengi að byrja...)
Neighbours; allir þættir vikunnar endursýndir á sunnudögum + við erum ekki með Stöð2, svo að ég horfði á þetta ruglað, en með hljóði
Spakk og hagettí; ég eldaði eins og venjulega á þriðjudögum, en hefði örugglega fengið undanþágu vegna próflesturs
The Gilmore Girls; tók þáttinn upp til að fylla upp í aðra spólu, gæti semsagt alveg horft á hann á morgun
Gettu betur MR vs. Flensborg; tók fyrri helming upp vegna þess að TGG var á sama tíma
Internet (núna); peningaeyðsla og hefur ekkert nema skemmtanagildi, í þessu tilviki.
Svo er ég að "hlusta" á Judging Amy, núna, og hyggst hlusta á Jay Leno á eftir.
Jepp. Ég er alger letihaugur.
Og, merkilegt nokk: Ég sé ekki eftir neinu af þessu!
Anyways.
Mér þykir sérstaklega gaman að líta á teljarann sem ég setti á síðuna (eftir langa umhugsun). Miklu skemmtilegra en að hafa ShoutOut, því að nú sé ég hvað mergir hafa litið á síðuna, en ekki bara þá(lesist: enginn) sem nenna að kommenta.
Jæja, must go. Bæjó.
QotD: "Paw-Paw fell in the water-dish." -Michel, úr TGG
|

-: Trina illustrated her blog at 22:34:-

.